Starfssvið

Álitsgerðir og umsagnir

Lögmannsstofan veitir álit sitt á lagalegum atriðum fyrir viðskiptavini, hvort sem er varðandi túlkun á samningum, lögum, reglugerðum, dómaframkvæmd eða öðru. Lögmannsstofan getur einnig veitt lögfræðilega umsögn um réttarstöðu aðila í ágreiningsmálum.

Áreiðanleikakannanir

Lögmannsstofan tekur að sér að vinna áreiðanleikakannanir vegna fyrirtækjakaupa.

Banka- og verðbréfamarkaðsréttur

Lögmannsstofan veitir margvíslega ráðgjöf á sviði fjármálaréttar og í tengslum við bankastarfsemi og verðbréfaviðskipti, hvort sem er til einstaklinga, fyrirtækja, fjármálastofnana, sveitarfélaga eða opinberra stofnana.

Eignaréttur

Lögmannsstofan veitir ráðgjöf í eignaréttarmálum, hvort sem um ræðir málefni er varða beinan eða óbeinan eignarétt. Þar ber helst að nefna samninga- og skjalagerð vegna kaupa, sölu, veðsetningar, leigu o.s.frv. Stofan tekur einnig að sér verkefni varðandi skipulags- og byggingarmál, landamerkjamál, þjóðlendumál o.fl.

Erfðaréttur

Á stofunni er boðið upp á lögfræðiaðstoð í erfðaréttarmálum, t.a.m. við gerð erfðaskrár, einkaskipti á dánarbúum, sem og skiptastjórn við opinber skipti á dánarbúum.

Evrópuréttur

Evrópulöggjöf og dómar Evrópudómstólsins og EFTA dómstólsins hafa síaukin áhrif á íslenskan rétt. Lögmannsstofan tekur að sér að skýra og túlka Evrópulöggjöf og dóma dómstólanna, og veita viðskiptavinum upplýsingar um beitingu Evrópuréttar í íslenskum rétti.

Félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf

Lögmannsstofan tekur að sér verkefni í tengslum við stofnun, samruna, skiptingu, slit eða endurskipulagningu fyrirtækja sem og önnur atriði sem tengjast rekstri, t.d. hækkun á hlutafé, breytingar á samþykktum, fjármögnun, samningagerð, skipulagningu hluthafafunda o.fl. Þá geta lögmenn stofunnar einnig veitt ráðgjöf í tengslum við skráð félög, s.s. við gerð tilkynninga til opinberra aðila, eða samskipta við kauphallir og fjármálaeftirlit.

Fullnusturéttur

Lögmannsstofan tekur að sér að innheimtumál fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Kaup og sala fyrirtækja, fasteigna og skipa

Lögmannsstofan annast samningagerð og ráðgjöf vegna kaupa og sölu á fyrirtækjum, fasteignum og skipum. Þá tekur lögmannsstofan að sér hagsmunagæslu vegna ágreinings sem kann að rísa í kjölfar slíkra viðskipta, t.d. varðandi túlkun samninga, gallamála, innheimtu kaupverðs o.fl. Lögmannsstofan hefur einnig unnið talsvert við gerð áreiðanleikakannana í tengslum við fyrirtækjakaup.

Kröfuréttur

Lögmannsstofan tekur að sér að lögfræðiaðstoð vegna deilna á sviði kröfuréttar, t.d. varðandi efndir krafna, gallamála o.fl.

Málflutningur

Á stofunni starfa lögmenn með réttindi til málflutnings fyrir dómstólum. Lögmannsstofan tekur einnig að sér málflutning fyrir stjórnvöldum og stjórnvaldsnefndum.

Samkeppnisréttur

Lögmenn stofunnar taka að sér að gæta hagsmuna aðila á sviði samkeppnisréttar. Lögmannsstofan hefur talsvert fengist við málefni er varða meint ólögmætt samráð og meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Lögmannsstofan tekur einnig að sér hagsmunagæslu aðila í málum er varða ríkisstyrki sem kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni.

Samningaréttur

Lögmannsstofan tekur að sér samninga- og skjalagerð af ýmsu tagi og veitir ráðgjöf á sviði samningaréttar. Lögmenn stofunnar taka einnig að sér hagsmunagæslu og málflutning fyrir dómstólum vegna ágreinings sem kann að rísa vegna túlkunar samninga eða efnda á samningum.

Sifjaréttur

Á lögmannsstofunni er boðið upp á lögfræðiþjónustu vegna mála er varða hjúskap og sambúð einstaklinga, hvort sem er við gerð kaupmála, sambúðarsamninga eða lagalega ráðgjöf í tengslum við skilnað eða sambúðarslit.

Sjó- og flutningaréttur

Lögmannsstofan tekur að sér málefni á sviði sjó- og flutningaréttar, s.s. innheimtu björgunarlauna, ráðgjöf vegna samningagerðar og hvers kyns lögfræðiráðgjöf vegna sjótjóna.

Skaðabótaréttur

Lögmannsstofan veitir lagalega ráðgjöf á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar. Þá taka lögmenn stofunnar einnig að sér hagsmunagæslu vegna skaðbótakrafna og málflutning fyrir stjórnvaldsnefndum og dómstólum vegna þeirra.

Skiptaréttur

Lögmannsstofan tekur að sér verkefni á sviði gjaldþrotaréttar, svo sem skipti þrotabúa, kröfulýsingar í þrotabú, aðstoð við nauðasamningsumleitanir og greiðslustöðvun. Lögmannsstofan tekur einnig að sér endurskipulagningu fyrirtækja vegna greiðsluerfiðleika. Starfsmenn stofunnar búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði.

Sveitarstjórnarréttur

Lögmannsstofan tekur að sér málefni er varða skipulag- og byggingarmál; hvort sem er fyrir einstaklinga, fyrirtæki, eða sveitarfélög. Í því felst meðal annars að veita lagalega ráðgjöf og að sinna hagsmunagæslu fyrir aðila gagnvart úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og dómstólum.

Vátryggingaréttur

Lögmenn stofunnar taka að sér innheimtu vátryggingarbóta. Auk þess veitir lögmannsstofan ráðgjöf til fyrirtækja vegna samninga við vátryggingafélög, s.s. með yfirlestri vátryggingarsamninga og samninga um skilmála þeirra og iðgjöld.

Veðréttur

Lögmannsstofan tekur að sér ýmis málefni á sviði veðréttar, s.s. gerð veðsamninga og ráðgjöf varðandi skýringu og túlkun þeirra.

Verktaka- og útboðsréttur

Lögmannsstofan tekur að sér gerð verksamninga og veitir ráðgjöf hvort sem er til verktaka eða verkkaupa vegna slíkra samninga. Lögmenn stofunnar taka einnig að sér hagsmunagæslu vegna ágreiningsmála á sviði verktakaréttar. Þá veitir lögmannsstofan ráðgjöf varðandi tilhögun útboða, t.a.m. við val á útboðsaðferðum, gerð útboðsskilmála, og hagsmunagæslu fyrir kærunefnd útboðsmála og fyrir dómstólum.

Vinnumarkaðsréttur

Lögmannsstofan tekur að sér ýmis verkefni á sviði vinnumarkaðsréttar, jafnt fyrir starfsmenn, atvinnurekendur, stéttarfélög og lífeyrissjóði. Stofan annast gerð ráðningar- og starfslokasamninga; veitir ráðgjöf í tengslum við réttarstöðu framangreindra aðila og gætir hagsmuna þeirra fyrir dómstólum.