Um Libra lögmenn

Libra lögmenn hafa aðsetur við Tjarnargötu 36 í Reykjavík.

Libra lögmenn veitir alhliða lögfræðiþjónustu en viðskiptavinir stofunnar eru allt frá einstaklingum til stórfyrirtækja, fjármálastofnana, sveitarfélaga og stofnana ríkisins.

Lögmannsstofan var stofnuð árið 2005 af Árna Ármanni Árnasyni hrl. en Árni hefur áralanga reynslu af lögfræðistörfum á sviði banka- og fyrirtækjaréttar. Á árinu 2011 varð Ólafur Hvanndal Ólafsson hdl. sameigandi að stofunni.

Verkefni stofunnar eru margvísleg en sérsvið hennar er á sviði fyrirtækjaréttar og ber þar helst að nefna málefni er varða:

  • banka- og verðbréfamarkaðsrétt
  • félagarétt
  • samkeppnisrétt
  • verktaka- og útboðsréttur o.fl.

Lögmannsstofan tekur einnig að sér skjalagerð og ráðgjöf vegna kaupa, sölu og endurskipulagningar fyrirtækja, sem og vegna annarra atriða er tengjast fyrirtækjarekstri. Þá hafa lögmenn stofunnar mikla reynslu af veðrétti, vátryggingarétti, skuldaskilarétti, stjórnsýslurétti, sveitarstjórnarétti, sem og skipulags- og byggingarmálum. Á stofunni starfa lögmenn sem eru með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og Hæstarétti Íslands.

Lögmannsstofan leggur mikið upp úr trúnaði við viðskiptavini sína. Lögmenn stofunnar eru bundnir trúnaði um allt sem þeir verða áskynja í störfum sínum og fara með allar upplýsingar um viðskiptavini sem trúnaðarmál.